Wednesday, December 19, 2007

Sorg og gledi....

Jaeja gott fólk thá er komid ad thví...ég fer ad koma heim, nánar tiltekid thann 22.des;) Ég er búin ad hafa thad ótrúlega gott thessa sídustu daga mína í Granada og ég er búin í skólanum og búin ad fá diplómad mitt fyrir thessa thrjá áfanga og ég er nú bara ansi hress med útkomuna! Ég er búin ad djamma mikid, fara oft ad fá mér tapas med krökkunum og vid erum búin ad nota sídustu daga til ad gera allt thad skemmtilegasta hér í Granada einu sinni enn ádur en vid förum heim. Ádan fór svo meirihlutinn af hópnum mínum heim svo ég er ein eftir med Fionu.
Ádan pakkadi ég svo nidur í töskuna mína og svei mér thá ef hún er ekki bara léttari en thegar ég fór út, hvernig veit ég ekki en ég thurfti allavega ekki ad setjast á hana til ad loka henni;)
Á morgun aetla ég svo bara ad njóta Granada til hins ýtrasta og fá mér eitthvad gott ad borda, labba um og ad sjálfsögdu djamma í sídasta skiptid med Fionu. Hehe ótrúlegt hvad madur hljómar dramatískur thegar allt er ad gerast í sídasta sinn.
Ferdalagid langa til Íslands á svo eftir ad taka 3 daga vegna thess ad ég er svo heppin ad ég missi alltaf af sídustu vél dagsins med c.a. hálftíma mun. Á föstudaginn flýg ég til London, Stansted gisti thar í eina nótt( í bodi mömmu gömlu sem tók thad sko ekki í mál ad litla örverpid hennar myndi sofa heila nótt eitt á flugvelli), á laugardaginn flýg ég svo til Rvk og Ranna besta yndid mitt aetlar ad saekja mig á völlin og vid aetlum ad eyda kvöldinu med Hjalta og jafnvel Gittu ef hún verdur í baenum. Ad morgni sunnudagsins aetla ég svo til gömlu gódu Egilsstada og thar bídur mín hele familien! Úff ég get ekki bedid..jólafílingurinn alveg ad fara med mig;)

En jaeja elskurnar...ég aetla thá bara ad kvedja (í sídasta sinn..hehehe)
Hlakka alveg ógedslega til ad sjá ykkur öll!

Adiós, Sólveig

Monday, December 10, 2007

aukamyndir;)






Aðeins fleiri myndir frá löngu helginni;)

1.Ég og rauðasta sólsetur sem ég hef séð um ævina
2.Jólatré úr jólarósum í Málaga
3.Stærsta jólatré í heimi
4.Ég og Málaga góð saman;)
5.Varð að láta þessa sígaunakonu með, hún er sko vel gjaldgeng í kalkúnafélagið!

Powerblogg






Þá er þessi LANGA helgi búin og ég búin að vera svaka dugleg að gera fullt af skemmtilegu dóti. Á fimmtudaginn síðasta fór ég í göngutúr með Fionu og Emily upp á útsýnispallinn hér í Granada sem heitir Mirador. Þar getur maður séð yfir alla borgina, alla leið upp í Sierra Nevada fjöllin og svo má auðvitað ekki gleyma Alhambra kastalanum mesta stolti Granadína. Þar tók ég alveg óheyrilega mikið af myndum af útsýninu og sólsetrinu. Á leiðinni niður gengum við í gegnum arabahverfið, Albaysín, og sáum alskonar skranbúðir, te-hús og mishæfileikaríka götulistamenn sem er ansi mikið um í þessu hverfi. Albaysín er alveg ótrúlega flott hverfi og er stór hluti af Granada, ég hef samt ekki mikið farið þangað meðan ég hef verið hérna því það getur verið mjög hættulegt fyrir ljóshærða túristavitleysinga eins og mig.
Borgin sjálf er alltaf að verða jólalegri og jólalegri og ég alveg að fara af taugum ég hlakkar svo til jólanna í faðmi fjölskyldunnar, en ég finn samt ekki fyrir neinu jólaskapi hér það er hreinlega ekki hægt. Hér er ennþá 16 stiga hiti á daginn og sól og ég bara kem mér ekki í gírinn, ekki einu sinni með hjálp Ellýjar og Vilhjálms. Spánverjar halda líka allt öðruvísi upp á jólin, en núna eru þeir farnir að stylla upp fleiri og fleiri Betlehem-um um alla borgina. Það eru sem sagt líkön af Betlehem með litlum leirköllum og konum, dýrum og gróðri og fólk bíður í löngum röðum í kuldanum á kvöldin til þess að komast inn í húsin sem þessu er stillt upp í, furðurlegt alveg. Ég fór inn í eitt svona um daginn bara til að forvitnast og þetta var svei mér þá bara nokkuð flott, þvílík smáatriði. Kannski ekki skrítið að mér hafi fundist þetta flott þar sem samanburðurinn sem ég hafði af þessu fyrirbæri var Betlehem-uppstyllingin sem er á borðinu í andyrinu á Egilsstaða kirkju, en það er bara fjárhúsið, ein kind og ein kú, María, Jósep og Sússi litli.
Svo eru alltaf fleiri og fleiri að fara heim og það kemur mér alltaf meira og meira á óvart hvað það er erfitt að kveðja þetta lið. Á laugardaginn kvaddi ég Sherie bekkjatsystur mína frá Austin, Texas. Alveg ótrúlega forvitnilegur einstaklingur þar á ferð. Hún er 31 árs fjögurra barna móðir, gift milljónamæringi sem er 17 árum eldri en hún, ótrúlega alvörugefinn og umhyggjufull (ég veit ég er að búa til orð ég bara finn það ekki í hausnum á mér núna) móðir sem dansar upp á barborðum þegar hún fer út á lífið. Hún bauð mér í reunion til Texas í júní 2008 en ég sagðist nú líklega ekki eiga nægan pening þá, en hún tók það ekki í mál og sagði að einhvern daginn myndi bíða mín e-miði á tölvupóstinum mínum til Texas, þannig ég þarf bara að bíða og vona að hún hafi ekki verið það drukkin þegar hún lofaði þessu;)
Fór svo í göngutúr um daginn og fann nautaatshringinn. Ætla að reyna að komast á nautaat áður en ég fer heim, en það er eitt nautaat í Atarfe (sem er einhverstaðar hér nálægt) 16.des. en það er svona aukaat sem er til styrktar einhverju í sambandi við jólin...Finnst það svona frekar kaldhæðnislegt að drepa sex naut á hrottafullan hátt bara svona í tilefni jólanna...hehe...ég hef alltaf sagt að spánhverjar væru skrítinir.
Úff þetta er endalaust....
Á sunnudaginn fór ég svo til Málaga með Fionu, við skoðuðum Dómkirkjuna, eldgamlan kastala þar sem ríkisstjórn síðustu múslimanna í Málaga bjó. Við fórum svo á ströndina í smá sólbað og skoðuðum svo jólaskreytingarnar og þar sá ég stærsta jólatré sem ég hef séð um ævina. Þegar við fengum okkur svo hádegismat fundum við bar sem heitir Cheers og er eftirherma af barnum úr þáttaröðinni, en þar sem Cheers er það eina sem ég hef horft á síðusut tvo mánuðina þá fannst okkur nú við hæfi að tylla okkur við hliðina á styttunni af Norm og fá okkur einn hambó með fröllum.
Dagurinn var alveg frábær og voðalega þægilegt að fá smá hita á kroppinn eftir allan “kuldann” í Granada, veit ekki hvað ég á eftir að gera þegar ég kem heim í alvöru kulda.
En fyrir þá sem ekki eru búnir að fatta það þá kem ég heim eftir litla 12 daga vúbbí;)

Þangað til næst (sem verður líklega seinasta bloggið í þessari seríu)

Hasta luego mis amigos;)

Myndir:
1.Sierra Nevada fjöllin
2.Einhver stelpa og Alhambra-kastalinn
3.Granada við sólsetur
4.Nautaatshringurinn
5.Emily, Fiona og ég

Wednesday, December 5, 2007




Jæja margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Um síðustu helgi var lokadjammið okkar Mette og við héldum svaka partý þar sem blandaðir voru hátt í 35 litrar af Tinto Verano og svei mér þá við náðum að koma því út, ekki spyrja mig hvernig en ég hef samt sterkan grun um að ég eigi heiðurinn af því að klára um 17 lítra! Mette “óverdóasaði” af gin og tónic og þannig héldum við af stað út á djammið fínar og sætar. Við fórum á uppáhalds staðinn okkar Mae West og ætluðum svoleiðis að arka inn enda dyraverðirnir líklega farnir að þekkja okkur...en svei mér þá haldið ekki að dyraverðirnir hafi bannað Mette að koma inn og öllum hinum sem voru með okkur fyrir utan þýska bekkjarfélaga minn Anders og mig. Eftir langar “rök”ræður við dyraverðina komumst við að því að þetta væri nú líklega ekkert að fara að ganga upp svo þeir sem komust ekki inn voru á leiðinni frá staðnum. En hvað haldið þið að einn dyravörðurinn hafi þá gert??? Jújú einmitt það eina rétta í stöðunni....SKYRPA á Mette! Ég hef sjaldan á ævi minni verið jafn hneyksluð...en sökum mikillar drykkju gat kvöldið ekki farið úrskeiðis og við héldum glaðar áfram með hráka í hárinu;)
Svo fékk ég 9.2 út úr síðasta áfanga...mín hristir þetta bara fram úr erminni..híhí. Þannig að á þriðjudaginn síðasta byrjaði ég í þriðja og síðasta áfanganum Avanzado B og tek próf úr honum 19.des og kem svo heim á klakann 22.des...viljiði pæla mér finnst ég varla hafa farið!
Á laugardaginn síðasta fór ég svo út á Tapas rölt og enn og aftur vil ég ítreka hversu mikil snilld þessi uppfinning er! Ókeypis lítill matarskammtur með hverjum drykk....ókeypis matur, kannski Haugsi ætti að flytja til Spánar...híhíhí
Á mánudaginn yfirgaf Mette mig svo og hélt aftur til Danmerkur og aldrei datt mér í hug að það væri svona erfitt að kveðja svona nýja vini, ég hef bara þekkt hana í tvo mánuði en samt skældi ég næstum úr mér augun! (kannski ekkert óvenjulegt fyrir mig þar sem ég er lélegust í heimi að kveðja fólk, ég fer alltaf að grenja og ef ég fór ekki að grenja þegar ég kvaddi þig, ekki móðgast þá því ég gerði það alveg örugglega þegar ég snéri mér við;) En við ákváðum nú að reyna að hittast á næsta ári og hver veit nema ég skelli mér með stöllu minni á Hróarskeldu...hver vill memm?
Í gær fór ég svo í göngutúr með Emily til að taka myndir af jólaljósunum sem eru út um allt, þvílíkur metnaður og jólabarnið ég alveg svaka ánægð;)
Núna er ég svo komin í 4 daga frí af því að á morgun er einhver heilagur kaþólskur dagur og ef það geris á fimmtudegi þá hafa spánverjar bara líka frí á föstudeginum, æ bara af því bara, alveg magnað þetta spænska kerfi. Mér finnst það samt fínt, ekki er ég að kvarta, ég ætla að reyna að fara til Málaga eða Sevilla í staðinn og kannski ég skelli mér á skíði upp í Sierra Nevada fjöllin.
Svo hef ég nýjar fréttir af honum Misi, kettinum sem mér hefur tekist að búa með í sátt og samlyndi í rúma tvo mánuði. Hann hefur verið að sýna mér meiri athygli en hann er vanur undanfarið og er farin að mjálma alveg ógurlega fyrir utan herbergisdyrnar mínar á kvöldin og klóra í hurðina. Veit ekki alveg hvað hann vill, reyndar fékk ég gamla herbergið hans þegar ég kom þannig að kannski vill hann fá það aftur hver veit. En vegna hræðslu minnar við þennan blásaklausa og yndislega kött hef ég sofnað með spenntar rasskinnar af hræðslu undanfarnar nætur, hversu óþægilegt er það???
en nú er nóg komið af bulli...ég ætla að fara að gera eitthvað uppbyggjandi;)
Hasta luego

Monday, November 26, 2007

Jæja er ekki kominn tími á blogg?



Sæl öll...
Nú er bara rétt tæpur mánuður þangað til ég kem heim og ég trúi því varla að ég sé búin að vera hér svona lengi, er búið að líða alveg óendanlega hratt. Loksins er farið að hengja upp jólaskraut fyrir mig hérna í borginni og svo verður kveikt á þeim um næstu helgi! Já ég er búin að kynna mér það;) Síðan en Sólveig ofurskipulagða jólabarn búin að kaupa allar jólagjafirnar og senda heim í tæka tíð fyrir jól, eða það ætla ég allavega rétt að vona, frekar leiðinlegt að enda uppi jólagjafalaus á þorláksmessu. Svo um næstu helgi, 1.des þá get ég farið að hlusta á jólalög, Ellý og Vilhjálmur og mitt eilífðaruppáhald Celine Dion!
Það er voða lítið nýtt búið að gerast upp á síðkastið bara alltaf sama rútínan skóli, djamm, skóli. Á fimmtudaginn er svo lokaprófið í öðrum áfanga og ef ég næ því þá fer ég áfram í þriðja og síðasta áfangan, Avanzado B. Þá verð ég líklega farin að babla nokkuð vel á spænsku þegar ég kem heim.
Mette er svo að fara heim til DK á þriðjudaginn næsta svo það verður tekið ROSAdjamm um næstu helgi, erum byrjaðar að kaupa áfengi í hollum svo við þurfum ekki að bera það allt í einu frá búðinni. En ástæðan fyrir þessum svaðalegu áfengiskaupum (best að útskýra ef mamma er að lesa þetta) er neflilega sú að við ætlum að bjóða öllum bekknum okkar í partý heim til hennar, og við ætlum að búa til Tinto Verano handa öllum (Rauðvín+Límonaði) og áðan keyptum við fjórar rauðvínsflöskur sem kostuðu 75 evrusent hver...viljiði pæla! Það er ekki mjög dýrt að bjóða upp á áfengi í partýunum hérna.
Svo fer bráðum að opna skíðasvæðið í Sierra Nevada fjöllunum hér fyrir ofan bæinn og þá ætla ég nú að skella mér á skíði og æfa mig fyrir fjölskyldu-skíða-ferðina til Noregs í febrúar;) Guð hvað ég hlakka til. En talandi um Noreg, þá bý ég með norskri stelpu og um daginn vorum við eitthvað að tala saman um Noreg og Ísland og bera saman og eitthvað svona bull. Haldið þá ekki að manneskjan hafi spurt mig HVAR Ísland sé! Hún er frá NOREGI...ég hef aldrei verið jafn hneyksluð á ævi minni og það hnussaði í mér í svona fimm mínútur áður en ég gat svarað henni...jahérnahér segi ég nú bara.
Svo ákvað ég að gerast ótrúlega djörf og flippuð í dag. Ég hringdi í Mette og bað hana að koma með mér í mollið til að halda í höndina á mér því ég fékk mér göt í eyrun! Já þið lásuð rétt, ég er komin með göt í eyrun loksins, eftir tuttugu ára heigulshátt;) JIBBÍ!
Svo hef ég að sjálfsögðu fleiri skemmtilegar sögur af skemmtilega skrýtnu senjorunni minni sem keðjureykir allan daginn með köttinn í fanginu. En í gær fékk ég hvítlaukssteikt lambakjöt, með fröllum og EPLAsósu...híhí ég veit ekki hvar hún fær þessar mögnuðu uppskriftir. En að sjálfsögðu kláraði ég af disknum mínum eins og mamma kenndi mér með svo ansi árangursríku “borðaðu matinn þinn, eða þú ferð inn í búr”-aðferðinni;) Takk mamma, ég væri örugglega soltin úr hungri ef ég væri ekki svona vel upp alin...

En með þessum orðum ætla ég að ljúka erindi mínu og bið ykkur vel að lifa ....

Sjáumst eftir aðeins 26 daga!

Sunday, November 18, 2007

...ég veit ekki hvað ég á að skíra þetta blogg....






Jæja, ég lofaði að gera betur í þetta skiptið...
Síðasta sunnudag fór ég með Fionu í Vísindagarðinn hér í Granada að skoða allskonar áhugaverða hluti úr sögu vísindanna. Þar var líka salur með svona sjónrænum blekkingum og sýning með eitruðustu dýrum heimsins, það var rosalega flott. Þar sá ég tarantúlur, svörtu ekkjuna, sporðdreka, skröltorma, slöngur, froska og allskonar dýr í öllum litum. Síðan fórum við á fuglasýningu þar sem við sáum fálka, erni og einhverja aðra stóra fugla leika listir sínar, er ekki alveg viss um það hvernig fuglar þetta voru því þeir hétu eitthvað á spænsku, en þeir voru allavega mjög stórir. Hefði verið hentugt að hafa pabba fuglasérfræðing með sér, eða frekar, hvenær er ekki hentugt að hafa pabba með sér ég bara spyr. Það hefur tekið mikinn sjálfsaga og æfingu að hringja ekki í pabba til að spyrja hann ráða 5 sinnum á dag eins og ég var vön að gera fyrir rétt tæpu ári...allavega smá útúrdúr en til að taka hann saman þá : ég sakna pabba;)
Eftir fuglasýninguna fórum við svo í svona fiðrildahús þar sem voru alveg ógeðslega mörg risastór fiðrildi flögrandi um rétt fyrir framan nefið á þér, og ég missti mig alveg með myndavélina.
Skólinn gengur bara sinn vanagang og tíminn líður alveg ógeðslega hratt hérna, það eru bara 34 dagar þangað til ég kem heim...aaaaaaa!
Síðan tók ég eftir því um daginn að fólk á Spáni er alveg svaðalega gróft þegar það kemur að því að leggja í þröng stæði. Það hikar ekki við að keyra aðeins lauslega aftan í annan bílinn til a færa hann og bakka svo á hinn til að komast inn á stæðið. Allir bílarnir hérna hafa dældir og rispur og brotna speygla og það er öllum bara alveg sama, magnað alveg. Maður yrði þokkalega drepinn af maður myndi reyna þetta á Laugarveginum.
Síðan í næstu viku ætlum við Mette að fylkja liði (tvær saman) og skunda á einhvern vel valinn pub og horfa saman á Ísland-Danmörk, með víkingahjálma og andlitsmálningu í fánalitunum. Og ef einhver veit um aðra rás en Sýn sem sýnir leikinn þá má hann endilega láta mig vita því ég hef það á tilfinningunni að þetta þyki ekki mjög mikilvægur leikur hér á Spáni og það verði erfitt að finna einhvern sem sýnir hann, en hver veit? Í versta falli þá fáum við okkur bara bjór með Víkingahjálma, það hljómar bara sem ágætasta skemmtun;)
Síðan þarf ég að fara að pæla í jólagjöfum því ég þarf að senda þær heim fyrir ca. 5.des svo þær verði nú örugglega komnar.
Og talandi um jólin, er ekki allt orðið fullt af jólaskrauti, auglýsingum og svoleiðis á Íslandi? Hér er ekkert! Og fyrir jólabarn eins og mig þá finnst mér það bara ekkert skemmtilegt. En ég sá nú samt til þess áður en ég fór að ég væri nú með nóg af jólatónlist í tölvunni minni og strax 1.des fá Ellý og Vilhjálmur að hljóma meðan ég skrifa jólakort;)
Ef ykkur langar að vita meira um spænsku jólin þá byrja jólin 22.des á Spáni með Jólalottóinu, þá kaupir fjölskyldan saman lottómiða og horfir á sjónvarpið og borðar Spænskar jólasmákökur. Síðan slappar fólk bara af öll jólin (Spánverjar eru heimsmeistarar í að slappa af) og fólk skiptist á að fara í matarboð. Síðan á gamlárskvöldi er veisla bara eins og heima nema í staðinn fyrir að skjóta upp flugeldum þá borða þau tólf vínber á slaginu tólf, og þetta er ekkert grín, þetta gera þau fyrir gæfu á nýju ári. Mér fannst þetta alveg magnað! Síðan opna þau pakkana 5.janúar því það er víst dagurinn sem vitringarnir þrír gáfu Jesú gjafirnar sínar, nema á Spáni heita þeir Töfra kóngarnir...skemmtilegur fánýtur fróðleikur fyrir ykkur um Spænsku jólin;)

En nú bankaði Señoran mín á hurðina eins og hún gerir tvisvar á dag og segir “vamos a comer”, eða við erum að fara að borða. Mmmm hvað ætli ég fá djúpsteikt með majonesi núna???
Allavega, ég vona að ég hafi staðið mig betur í þetta skiptið, verið dugleg að kommenta, mér finnst svo gaman að sjá að einhver les þetta bull;)

Hasta luego!

Myndir:
1.Fiona í Vísindagarðinum
2.Tarantúla
3.Ég og Mette á góðri stund
4.Ein af milljón fiðrildamyndunum sem ég tók.

Saturday, November 10, 2007

sitt lítið af hverju...

Vá hvað það er langt síðan ég bloggaði ég verð að bæta fyrir það. Í vikunni á undan þessari var ég í fríi eftir lokaprófið (sem ég bæ ðe vei flaug í gegnum með eina villu;) Gerði voðalega lítið annað en að slappa af í fríinu, djammaði pínu og svo fór ég á söngleikinn Fame eða FAMA á spænsku, það var svaka gaman. Náði ekki alveg öllum bröndurunum samt, en maður hlær bara þegar hinir hlægja.
Í gær kláraðist svo fyrsta vikan af kúrs nr 2, hún leið alveg ógeðslega hratt, það er komin held ég of mikil rútína í þetta allt saman hjá okkur vinunum. Skóli að sjálfsögðu alla morgna, pub quiz á mánudögum, internetkaffi á þriðjudögum, bíó á miðvikudögum, karíókí á fimmtudögum og djamm á fös og lau og svo skinkast maður bara í náttfötunum á sunnudögum;) Uppbyggjandi líf!
Mamma sendi mér pakka, það var nammi í honum það var gaman, lakkrísreimar og drakúlamolar. Takk mamma;)
Við fundum líka nýjan skemmtistað, Mae West, sem er brjálað stór dansstaður, með þremur sölum sem allir hafa mismunandi tegundir af tónlist. Svo er hægt að leigja sér einkabás ef maður er ríkur plebbi og telur sig of góðan fyrir hinn almenna pupul. Tók svo eftir því að það eru svalir yfir öllum sölunum, hræddi mig reyndar pínu að sjá það því stólarnir á þessum skemmtistað eru ennþá stærri og þyngri en stólarnir í Sjallanum...
Það var svo kveikt á kyndingunni í húsinu mínu fyrir nokkrum dögum þvílík hamingja sem ríkti á bænum, ég er ekki lengur í hættu við að fá kal á tána ef ég sting henni undan sænginni. Það er samt bara kveikt á kyndingunni frá 16:00 á daginn til 22:00, magnað hvað maður tekur kyndingu sem sjálfsögðum hlut þegar maður býr í heitavatnsparadís.
Úff ég verð að fara að gera eitthvað sem er frásögufærandi, þetta er allt of lítið af fréttum fyrir næstum tvær vikur...lofa að gera betur næst;)